„Einn að kalla: passið ykkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 12:01 Þórólfi Guðnasyni líður eins og hann sé einn að kalla út í tómið, þegar ráðamönnum þjóðarinnar tekst ekki að ná samstöðu um sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. „Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent