„Einn að kalla: passið ykkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 12:01 Þórólfi Guðnasyni líður eins og hann sé einn að kalla út í tómið, þegar ráðamönnum þjóðarinnar tekst ekki að ná samstöðu um sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. „Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
„Það er mjög erfitt að predika einhverjar ráðstafanir og hvetja samstöðu í samfélaginu, hvetja alla til að fara eftir reglum, þegar svona stór hópur samfélagsins, forsvarsmenn samfélagsins í stjórnmálum, í fjölmiðlum, er að tala gegn því sem er verið að gera og jafnvel að gera grín að því og tala það niður,” segir Þórólfur, sem var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Þá er þetta mjög snúið og þannig hefur staðan verið undanfarið. Þetta hefur verið talað mjög mikið niður og það var meðal annars þess vegna sem ég úttalaði mig einhvern tímann að mér fannst ég eins og hrópandi í eyðimörkinni, einn að kalla: passið ykkur og það var gert lítið úr því.” Líkt og greint hefur verið frá náðist ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar í vikunni um næstu aðgerðir innanlands. Heilbrigðisráðherra sagði að þegar upp sé staðið sé það hún sem beri ábyrgð, og greip til hertra takmarkana, setti grímuskyldu á að nýju og færði fjöldatakmarkanir úr 2000 manns í 500 manns. Bæði fjármála- og dómsmálaráðherra hafa lýst yfir vonbrigðum með aðgerðirnar og vísa til þess að stærstur hluti þjóðarinnar sé bólusettur og fáir veikist alvarlega. „Mér finnst að þeir sem eru í forsvari og eru áberandi, fólk sem ber ábyrgð, að það þurfi aðeins að bera meiri ábyrgð á orðum sínum og hugsa málið aðeins lengra – til enda. Það er ekki nóg að vilja bara hafa hlutina einhvern veginn öðruvísi og ræða það ekkert áfram hvað gerist ef við gerum þetta eða gerum hitt,” segir Þórólfur. Þá megi ekki gera lítið úr þeirri staðreynd að um tvö prósent smitaðra veikist alvarlega. Það komi glögglega í ljós á Landspítalanum. „Landspítalinn er að lenda í verulegum vandræðum, er kominn á hættustig. og það má ekkert mikið út af bregða til þess að hann lendi í enn verri stöðu.” Hlusta má á allt viðtalið við Þórólf í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira