Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 07:30 Gylfi Þór segir farsóttarhúsin við það að springa. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. „Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
„Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira