Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 07:30 Gylfi Þór segir farsóttarhúsin við það að springa. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. „Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira