„Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 18:31 Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira