„Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 18:31 Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á Landspítala, eftir að spítalinn var færður yfir á hættustig í gær. Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær en þessi bylgja faraldursins er sögð ein sú skæðasta, þó áfram sé lítið um alvarleg veikindi. „Af því að það eru mörg smit að greinast á dag, og þau hafa verið gríðarlega mörg undanfarið og engin sérstök ástæða til að ætla að það verði eitthvað lát á því næstu dagana, þá þekkjumvið orðið þessar stærðir og vitum að við megum eiga von á um þremur innlögnum á dag. Þá reiðum við okkur á að halda flæðinu gangandi með því að útskrifa jafn mikið á móti,” segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans. Hildur segir að staðan sé slík að grípa hefði þurft til harðari aðgerða en gert hafi verið í gær – og ekki bíða með aðgerðirnar fram á miðvikudag, líkt og reglugerðin kveður á um. „Spítalinn er mjög fullur, bráðamóttakan er full og það eru engin laus legurými.” Þannig ráði spítalinn varla við ástandið og lítið megi út af bregða. „Versta mögulega sviðsmyndin, sem maður hefur eiginlega varla þorað að segja upphátt en það er það sem við höfum séð gerast í öðrum löndum þar sem verst hefur látið þar sem ekki er hægt að taka inn fólk og það er á biðstofu eða jafnvel úti á bílastæðum eða heima hjá sér og ekki hægt að sinna því. Þannig að við erum alltaf að reyna að halda okkur við þessa línu að við höfum undan,” segir Hildur. Stefnir í þetta að einhverju leyti? „Ég held að við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur í verkefnið, vegna þess að það er svo margt sem fólk getur gert til þess að hjálpa til við að þetta ástand skapist ekki. Og þá er ég ekki bara að meina það sem við erum alltaf að segja; þessar persónubundnu sóttvarnir og að gæta sín og að vera ekki í fjölmenni heldur líka að ef það er hægt að minnka þrýstinginn í samfélaginu. Það er hægt að minnka djammið, hægt að fækka komum á bráðamóttöku vegna líkamsárása, ölvunar, frístundaslysa, bílslysa og alls þess sem er að gerast þegar þjóðfélagið er á fullum blæstri. Ef við gætum einhvern veginn skapað þjóðarsátt um að halda okkur bara svolítið til hlés og minnka alla þessa spennu, og vera bara svolítið meira heima þá vitum við mjög vel að það skiptir alveg rosalega miklu máli.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira