101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 09:33 Átak til umbóta í aðgengismálum í miðborg Reykjavíkur hefur gengið afar vel. Mynd/Vísir Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Haraldur Þorleifsson, forsprakki átaksins, gaf sjálfur fimm milljónir í það og fékk fleiri með sér. Hann efaðist aldrei um að þetta tækist. Nú þurfi hins vegar að halda áfram í öðrum póstnúmerum og landshlutum. „Við fórum og töluðum við borgina fyrst og borgin var með. Svo fór boltinn að rúlla og við töluðum við einkaaðila um að styrkja verkefni og ríkið um að koma að verkefninu líka. Innan skamms var kominn mjög góður hópur og þetta tók eiginlega enga stund.“ Margrét Rut Eddudóttir, eiginkona Haralds, segir aðspurð að þau finni þegar mikinn mun á að fara um miðborgina eftir að römpum fór að fjölga. „Það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að rölta laugarveginn eins og síðasta sumar. Þetta er frelsisaukandi að geta farið öll saman óheft án þess að skilja neinn útundan – að þurfa að skjótast einhversstaðar inn og skilja einhvern eftir úti í kuldanum.“ Dagur B,. Eggertsson borgarstjóri segir átakinu hvergi nærri lokið. „Við viljum halda áfram í hliðargötum en líka annarsstaðar þar sem er þörf á því að gera verslanir og veitingahús aðgengilegri.“ Klippa: Tók innan við ár að koma upp hundrað og einum rampi Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að þrátt fyrir að aðgengismál séu víða í lagi í bænum þurfi líka að laga þar. „Við vitum nokkurn veginn hvar skórinn kreppir og hvað þarf að laga til.“ Forseti Íslands er verndari átaksins og var á fundinum ásamt félagsmálaráðherra. Þá ávarpaði forsætisráðherra fundinn með fjarbúnaði. Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Haraldur Þorleifsson, forsprakki átaksins, gaf sjálfur fimm milljónir í það og fékk fleiri með sér. Hann efaðist aldrei um að þetta tækist. Nú þurfi hins vegar að halda áfram í öðrum póstnúmerum og landshlutum. „Við fórum og töluðum við borgina fyrst og borgin var með. Svo fór boltinn að rúlla og við töluðum við einkaaðila um að styrkja verkefni og ríkið um að koma að verkefninu líka. Innan skamms var kominn mjög góður hópur og þetta tók eiginlega enga stund.“ Margrét Rut Eddudóttir, eiginkona Haralds, segir aðspurð að þau finni þegar mikinn mun á að fara um miðborgina eftir að römpum fór að fjölga. „Það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að rölta laugarveginn eins og síðasta sumar. Þetta er frelsisaukandi að geta farið öll saman óheft án þess að skilja neinn útundan – að þurfa að skjótast einhversstaðar inn og skilja einhvern eftir úti í kuldanum.“ Dagur B,. Eggertsson borgarstjóri segir átakinu hvergi nærri lokið. „Við viljum halda áfram í hliðargötum en líka annarsstaðar þar sem er þörf á því að gera verslanir og veitingahús aðgengilegri.“ Klippa: Tók innan við ár að koma upp hundrað og einum rampi Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að þrátt fyrir að aðgengismál séu víða í lagi í bænum þurfi líka að laga þar. „Við vitum nokkurn veginn hvar skórinn kreppir og hvað þarf að laga til.“ Forseti Íslands er verndari átaksins og var á fundinum ásamt félagsmálaráðherra. Þá ávarpaði forsætisráðherra fundinn með fjarbúnaði.
Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira