Innlent

Karl Gauti sækir um em­bætti héraðs­dómara

Eiður Þór Árnason skrifar
Karl Gauti Hjaltason kærði nýlega talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.
Karl Gauti Hjaltason kærði nýlega talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. Vísir/Vilhelm

Tíu sóttu um tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Suðurlands. 

Meðal umsækjenda eru Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, og Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem auglýsti embættin laus til umsóknar þann 15. október. Rann umsóknarferstur út 1. nóvember. 

Umsækjendur um embættin

• Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður

• Karl Gauti Hjaltason, lögfræðingur

• Maren Albertsdóttir, skrifstofustjóri

• Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður

• Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður

• Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara

• Sigurður Jónsson, lögmaður

• Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður

• Valborg Steingrímsdóttir, sviðsstjóri

• Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri

Allir umsækjendur sækjast eftir báðum embættunum að frátöldum Einari Karli Hallvarðssyni og Karli Gauta Hjaltasyni, en þeir sækja einungis um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands.

Skipað verður í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022 og í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.