Innlent

Stunginn í kjölfar slagsmála

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem hafði verið til ama yfir daginn.
Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem hafði verið til ama yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál í miðborginni í gærkvöldi eða nótt. Þegar lögregla kom á vettvang voru allir farnir en nokkru seinna var tilkynnt um einstakling sem hafði verið stunginn.

Í ljós kom að um var að ræða einstakling sem hafði verið ráðist á fyrr um kvöldið. Var hann fluttur á Landspítalann en er ekki talinn alvarlega særður. Málið er í rannsókn.

Lögregla vistaði einn í fangaklefa í gær sem var í annarlegu ástandi og hafði unnið skemmdarverk. Var hann búinn að vera til vandræða nokkrum sinnum yfir daginn en hafði eki látið segjast.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×