Stjórn Eflingar biður um frið frá fjölmiðlum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. nóvember 2021 19:30 Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn." Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira