Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 12 á hádegi. Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála. Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála.
Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09