Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 21:09 Hart hefur verið deilt innan stéttarfélagsins Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður fyrir nokkrum dögum. Trúnaðarmenn félagsins deila á hana og fleiri stjórnendur Eflingar og segja í yfirlýsingu að fáheyrt sé að stjórnendur stéttarfélaga „ráðist á trúnaðarmenn innan eigin stéttarfélags með þeim hætti sem hefur átt sér stað“. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu trúnaðarmanna sem fréttastofu barst í kvöld og Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir skrifa undir. Téð ályktun er miðpunkturinn í þeirri orrahríð sem ríkt hefur innan Eflingar síðustu daga og varð til þess að formaðurinn Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér og framkvæmdastjórinn Viðar Þorsteinsson sagði upp störfum. Þar segir jafnframt að trúnaðarmenn hafi aldrei ætlað að reka málið í fjölmiðlum, en fáheyrt sé að stjórnendur stéttarfélaga „ráðist á trúnaðarmenn innan eigin stéttarfélags með þeim hætti sem hefur átt sér stað“. „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Atburðir síðustu daga hafi knúið trúnaðarmenn til að „varpa ljósi á staðreyndir þessa máls“. Það sé þó von trúnaðarmanna „að framkoma fyrrverandi stjórnanda verði ekki til að draga úr trúverðugleika verkalýðsbaráttunnar og varpa skugga á þá sigra sem þar hafa unnist“. Yfirlýsingin í heild sinni er hér að neðan: Við trúnaðarmenn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sjáum okkur tilneydd til að svara þeim ásökunum sem á okkur hafa dunið síðustu daga. Ályktun sú sem við sendum á yfirmenn Eflingar í byrjun sumars var til að upplýsa þá um vanlíðan starfsmanna á skrifstofu og upplifarnir þeirra. Þar eru engar ásakanir um kjarasamningsbrot heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks. Eitt af hlutverkum trúnaðarmanna er að koma á framfæri umkvörtunum starfsmanna til yfirmanna. Það gerðum við í þeim tilgangi að bæta þá vanlíðan sem fjölmargir starfsmenn Eflingar upplifðu.Trúnaðarmaður er rödd starfsmanna. Við teljum að allan tímann hafi við verið að sinna störfum okkar sem trúnaðarmenn að heilindum. Eftir að við sendum frá okkur þessa ályktun í sumar höfum við trúnaðarmenn verið algjörlega hunsaðar af fyrrum formanni og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það er fáheyrt að stjórnendur ráðist á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem hér hefur átt sér stað. Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna. Það er okkar von að framkoma fyrrverandi stjórnanda verði ekki til að draga úr trúverðugleika verkalýðsbaráttunnar og varpa skugga á þá sigra sem þar hafa unnist. Það var aldrei ætlun okkar að rekja þetta mál í fjölmiðlum en atburðir síðustu daga gera það að verkum að við sjáum okkur knúin að varpa ljósi á staðreyndir þessa máls. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman. 2. nóvember 2021 11:44 Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48 Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19 Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu trúnaðarmanna sem fréttastofu barst í kvöld og Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir skrifa undir. Téð ályktun er miðpunkturinn í þeirri orrahríð sem ríkt hefur innan Eflingar síðustu daga og varð til þess að formaðurinn Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér og framkvæmdastjórinn Viðar Þorsteinsson sagði upp störfum. Þar segir jafnframt að trúnaðarmenn hafi aldrei ætlað að reka málið í fjölmiðlum, en fáheyrt sé að stjórnendur stéttarfélaga „ráðist á trúnaðarmenn innan eigin stéttarfélags með þeim hætti sem hefur átt sér stað“. „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Atburðir síðustu daga hafi knúið trúnaðarmenn til að „varpa ljósi á staðreyndir þessa máls“. Það sé þó von trúnaðarmanna „að framkoma fyrrverandi stjórnanda verði ekki til að draga úr trúverðugleika verkalýðsbaráttunnar og varpa skugga á þá sigra sem þar hafa unnist“. Yfirlýsingin í heild sinni er hér að neðan: Við trúnaðarmenn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sjáum okkur tilneydd til að svara þeim ásökunum sem á okkur hafa dunið síðustu daga. Ályktun sú sem við sendum á yfirmenn Eflingar í byrjun sumars var til að upplýsa þá um vanlíðan starfsmanna á skrifstofu og upplifarnir þeirra. Þar eru engar ásakanir um kjarasamningsbrot heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks. Eitt af hlutverkum trúnaðarmanna er að koma á framfæri umkvörtunum starfsmanna til yfirmanna. Það gerðum við í þeim tilgangi að bæta þá vanlíðan sem fjölmargir starfsmenn Eflingar upplifðu.Trúnaðarmaður er rödd starfsmanna. Við teljum að allan tímann hafi við verið að sinna störfum okkar sem trúnaðarmenn að heilindum. Eftir að við sendum frá okkur þessa ályktun í sumar höfum við trúnaðarmenn verið algjörlega hunsaðar af fyrrum formanni og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það er fáheyrt að stjórnendur ráðist á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem hér hefur átt sér stað. Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna. Það er okkar von að framkoma fyrrverandi stjórnanda verði ekki til að draga úr trúverðugleika verkalýðsbaráttunnar og varpa skugga á þá sigra sem þar hafa unnist. Það var aldrei ætlun okkar að rekja þetta mál í fjölmiðlum en atburðir síðustu daga gera það að verkum að við sjáum okkur knúin að varpa ljósi á staðreyndir þessa máls.
Við trúnaðarmenn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sjáum okkur tilneydd til að svara þeim ásökunum sem á okkur hafa dunið síðustu daga. Ályktun sú sem við sendum á yfirmenn Eflingar í byrjun sumars var til að upplýsa þá um vanlíðan starfsmanna á skrifstofu og upplifarnir þeirra. Þar eru engar ásakanir um kjarasamningsbrot heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks. Eitt af hlutverkum trúnaðarmanna er að koma á framfæri umkvörtunum starfsmanna til yfirmanna. Það gerðum við í þeim tilgangi að bæta þá vanlíðan sem fjölmargir starfsmenn Eflingar upplifðu.Trúnaðarmaður er rödd starfsmanna. Við teljum að allan tímann hafi við verið að sinna störfum okkar sem trúnaðarmenn að heilindum. Eftir að við sendum frá okkur þessa ályktun í sumar höfum við trúnaðarmenn verið algjörlega hunsaðar af fyrrum formanni og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það er fáheyrt að stjórnendur ráðist á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem hér hefur átt sér stað. Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna. Það er okkar von að framkoma fyrrverandi stjórnanda verði ekki til að draga úr trúverðugleika verkalýðsbaráttunnar og varpa skugga á þá sigra sem þar hafa unnist. Það var aldrei ætlun okkar að rekja þetta mál í fjölmiðlum en atburðir síðustu daga gera það að verkum að við sjáum okkur knúin að varpa ljósi á staðreyndir þessa máls.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman. 2. nóvember 2021 11:44 Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48 Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19 Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17
Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman. 2. nóvember 2021 11:44
Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01
Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1. nóvember 2021 13:48
Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19
Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56