Lífið

Kim Kardashian orðuð við „Good Luck Chuck“ Hollywood

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Mynd af þeim Kim Kardashian og Pete Davidson leiðast í skemmtigarði hefur farið eins og eldur í sinu í vikunni.
Mynd af þeim Kim Kardashian og Pete Davidson leiðast í skemmtigarði hefur farið eins og eldur í sinu í vikunni. Getty/James Devaney-Taylor Hil

„Það voru svo margar sögur í vikunni, ég þurfti alveg að sleppa helling en ég sleppi ekki Kim Kardashian og Pete Davidson. Það fór bara eins og eldur í sinu. Þetta var crazy,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir, sem fór yfir allt það heitasta úr heimi fræga fólksins vestanhafs í Brennslutei vikunnar í morgun.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og Saturday Night Live grínistinn Pete Davidson sáust haldast í hendur í skemmtigarðinum Knott's Berry Farm í Kaliforníu í vikunni.

„Í fyrsta lagi voru allir bara hvað er Pete Davidson að gera þarna. Þetta var hópur af fólki og Pete er náttúrlega mjög góður vinur Machine Gun Kelly og hann og Travis Baker eru mjög góðir vinir.“

Birta telur að Machine Gun Kelly og Megan Fox hafi ætlað með hópnum í skemmtigarðinn og boðið Pete með en svo hafi þau ekki komist en Pete hafi samt sem áður ákveðið að skella sér. Birta telur þó ólíklegt að þau Kim og Pete séu raunverulega að deita.

„En ég sé enga ástæðu af hverju þau gætu ekki átt eitthvað „one night stand“. Pete er líka pínu svona Good Luck Chuck í Hollywood myndi ég segja. Það finna allir ástina eftir að hafa verið með honum. Þannig kannski er hún bara: Æ ég prófa bara að kyssa þennan frosk,“ en Pete var meðal annars trúlofaður tónlistarkonunni Ariönu Grande árið 2018 en tveimur árum síðar kynntist Grande núverandi eiginmanni sínum.

„Það er líka orðrómur um að hann sé með risastórt typpi. Það var þannig að Ariana á víst að hafa sagt það einhvern tímann og svo endurtók hann það sjálfur í uppistandi sem hann var með. Þannig hann hefur hjálpað þeirri sögu sjálfur.“

Kim Kardashian og Pete Davidson voru þó ekki eina stórfréttin úr Hollywood þessa vikuna. Greint var frá sambandsslitum fyrirsætunnar Gigi Hadid og tónlistarmannsins Zayn Malik og er ástæða sambandsslitanna vægast sagt sláandi fyrir aðdáendur One Direction-söngvarans fyrrverandi.

„Þetta byrjaði þannig að Zayn Malik tvítar löngu statementi bara upp úr þurru og enginn veit af hverju. Hann tvítar: það eru sögur að ganga um fjölskylduna mína og ég vildi alls ekki að þetta yrði public en hér erum við og ég ætla að passa hvað ég segi útaf dóttur minni. Hann fer í svona pínu vörn.“

Nokkrum klukkustundum síðar kom hins vegar í ljós að tengdamóðir hans, Yolanda Hadid, hafði ásakað hann um líkamsárás sem átti að hafa átt sér stað þann 29. september síðastliðinn.

„Hún á að hafa farið heim til þeirra. Gigi hafi verið í París og hún hafi komið og þau farið að rífast. Dóttir hans var þarna og hann kallar Yolanda meðal annars hollenska druslu og segir henni að láta barnið hans í friði af því þetta sé „a sperm from his fucking cock“ og ýtir henni síðan á skáp.“

Malik hefur þvertekið fyrir það að hafa nokkurn tíman meitt Yolanda en segist þó hafa rifist við hana. Núna er hins vegar komin fram kæra í fjórum ákæruliðum og hefur hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Áður var talið að ofbeldið hefði verið gegn frænku Gigi Hadid en í ljós kom að það var gegn móður hennar.

Sjá einnig: Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi of­beldi

Söngvarinn mun þurfa að vera á skilorði í 90 daga fyrir hvern ákærulið en það gera samtals 360 daga. Þá mun hann þurfa að sitja reiðistjórnunarnámskeið og námskeið um heimilisofbeldi, ásamt því að vera stranglega bannað að hafa samskipti við Yolanda eða nokkurn annan sem var viðstaddur atvikið.

Þá er það einnig að frétta að YouTube-stjarnan Jake Paul og fyrrverandi Love Island-þátttakandinn Tommy Fury muni mæltast í hnefaleikabardaga þann 18. desember.

„Við erum að tala um að Jake Paul er náttúrlega bara þessi hálfviti sem við vitum öll af en Tommy Fury er kærasti Molly Mae úr Love Island. Þetta er risastórt.“

Í Brennslutei vikunnar fór Birta Líf einnig yfir hrekkjavökubúninga stjarnanna og sagði frá Kardashian systir sem smitaðist nýlega af Covid-19 í annað sinn.

Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar.


Tengdar fréttir

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Fyrr­verandi um­boðs­maður Ray J segist eiga annað kyn­lífs­­mynd­band af Kim

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir Emmy verðlaunin og þann orðróm að Justin Bieber eigi von á barni. Þá segir Birta einnig frá umboðsmanni nokkrum sem segist eiga annað kynlífsmyndband af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.