Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 20:04 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum. COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum.
COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19