Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2021 13:31 Bjarni Guðráðsson hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Ísmús Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal og organisti, er látinn 86 ára að aldri eftir stutt veikindi. Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo. Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo.
Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira