Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 07:29 Svissneski listamaðurinn Gerry Hofstetter framdi gjörning í tilefni COP26, þar sem hann varpaði myndum á ísjaka við strendur Grænlands. Þannig freistaði hann þess að búa til tímabundna minnisvarða um þær loftslagsbreytingar sem maðurinn og aðrir íbúar jarðarinnar standa frammi fyrir. epa/Frank Schwarzbach Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum. Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum.
Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16