„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 13:29 Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Vísir Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45