Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 29. október 2021 20:03 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira