Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira