Lífið

Twitter bregst við hækkun þriðju­dags­til­boðsins: „Jæja það er hrun“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þriðjudagstilboð á þúsundkall er liðin tíð, í það minnsta hjá Domino's.
Þriðjudagstilboð á þúsundkall er liðin tíð, í það minnsta hjá Domino's. Vísir/Vilhelm

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið.

Þar eru notendur samfélagsmiðilsins Twitter-engin undantekning, og margir telja ekki tilefni til að liggja á skoðunum sínum um þetta efni. Netverjar virðast sumir telja þetta til marks um að einhvers konar hrun sé í nánd, meðan aðrir telja hækkunina hreinlega verri en sjálfa kórónuveiruna.

Sjá einnig: Söguleg verðhækkun hjá Domino's

Hvort alvara fylgi þessum orðum Twitter-notenda skal ósagt látið, en leiða má að því líkum að alvaran í yfirlýsingum þeirra sé ekki algjör. Hér að neðan má sjá brot af því sem notendur Twitter höfðu að segja um 100 króna hækkunina. Sumum virðist þykja nóg um, meðan aðrir telja 1.100 krónur hóflegt og sanngjarnt verð fyrir tilboðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×