Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Snorri Másson skrifar 26. október 2021 11:45 Karl Andersen hjartalæknir telur að hægt verði að ná utan um hópsmit á Landspítala. Vísir/Þ Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira