Innlent

Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Skimun viðbragðsaðila fer fram í Skógarhlíð.
Skimun viðbragðsaðila fer fram í Skógarhlíð. Lögreglan

Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem einnig segir að starfsemi lögreglunnar gangi með eðlilegum hætti og smitið og skimunin muni ekki hafa áhrif á þau útköll sem lögreglan þurfi að sinna.

„Sú staða sem er uppi minnir okkur hins vegar á að COVID-19 er hvergi nærri lokið og því mikilvægt að fara varlega og huga að sóttvörnum í hvívetna,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.