Innlent

Sau­tján ára öku­maður náðist ekki á hraða­­mæli og slapp með til­­­tal

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan veitti ökumanninum unga tiltal þar sem ekki tókst að sýna fram á meintan hraðaakstur hans.
Lögreglan veitti ökumanninum unga tiltal þar sem ekki tókst að sýna fram á meintan hraðaakstur hans. Vísir/Vilhelm

Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ungan ökumann á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, vegna gruns um of hraðan akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Meintur hraðakstur ökumannsins, sem samkvæmt dagbók er aðeins 17 ára og búinn að hafa bílpróf í fáeina daga, náðist hins vegar ekki á mælingu. Því fékk ökumaðurinn aðeins tiltal frá lögreglu, auk þess sem málið var kynnt forráðamanni hans.

Um klukkustund síðar, klukkan hálf þrjú, barst lögreglu tilkynning um slys í miðborg Reykjavíkur. Erlendur ferðamaður hafði þar dottið um blómaker og fengið áverka í andliti. Viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild Landspítala til aðhlynningar.

Samkvæmt dagbók lögreglu voru um 90 mál skráð frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun, mörg sögð vegna hávaða og ölvunar. Ef frá eru talin málin tvö hér að ofan er þó aðeins að finna átta mál er varða grun um akstur undir áhrifum í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×