Innlent

Bændasamtökin enn í viðræðum við ríkið um Hótel Sögu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Að sögn formanns Bændasamtakanna ætti framtíð Hótels Sögu að skýrast í næstu viku.
Að sögn formanns Bændasamtakanna ætti framtíð Hótels Sögu að skýrast í næstu viku. Stöð 2/Egill

Viðræður standa enn yfir á milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá er enn rætt við tvo aðila í hótelgeiranum, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna.

Samkvæmt heimildum Vísis áttu Bændasamtökin einnig samtal við fyrirtækið Heilsuvernd, sem hefur átt í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarrýma. 

Bændasamtökin voru látin vita í gær að Heilsuvernd falaðist ekki lengur eftir húsnæðinu.

Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að viðræður stæðu yfir við einn aðila í heilbrigðisþjónustu og tvo aðila í hótelgeiranum. Hann staðfesti hins vegar við Vísi í morgun að samtalið við ríkið vegna Háskóla Íslands stæði enn yfir.

„Hvað það leiðir af sér er erfitt að segja,“ bætti hann við en von væri á niðurstöðum upp úr helgi.

Ef svo er hljóta viðræður nú að vera langt komnar?

„Ja... ég ætla ekkert að segja meira um það,“ sagði Gunnar á léttum nótum.


Tengdar fréttir

Bændasamtökin loka Hótel Sögu

Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.