Lífið

Bergþór og Laufey eiga von á barni

Samúel Karl Ólason skrifar
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir.
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir.

Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eiga von á barni. Laufey tilkynnti þetta á Instagram í kvöld og sagði að von væri á barninu í byrjun sumars.

Laufey er 33 ára en Bergþór er 46 ára og því þrettán ára aldursmunur á þeim tveimur. Hún starfar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en var áður aðstoðarmaður Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. Bergþór hefur verið þingmaður fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017.

Sjá einnig: Ástin blómstrar hjá Bergþóri og Laufeyju

Bergþór á eitt barn úr fyrra sambandi.

Hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, eru einu þingmenn flokksins eftir að Birgir Þórarinsson gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir kosningarnar í síðasta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.