Lífið

Ástin blómstrar hjá Bergþóri og Laufeyju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrettán árum munar á parinu.
Þrettán árum munar á parinu.

Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eru nýtt par.

Frá þessu greinir DV.

Laufey var áður aðstoðarmaður Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. Bergþór hefur verið þingmaður frá árinu 2017.

Þau eiga bæði grunn úr starfi ungra Sjálfstæðismanna hvar Bergþór sat í stjórn um árabil. Laufey gegndi formennsku hjá SUS á árunum 2015 til 2017.

Laufey er 33 ára en Bergþór er 46 ára og því þrettán ára aldursmunur á þeim tveimur. En ástin hefur aldrei spurt um aldur frekar en stétt og stöðu líkt og Valgeir Guðjónsson söng um í lagi sínu Ástin.

Bergþór á eitt barn úr fyrra sambandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.