„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 13:01 Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira