Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 14:17 Á myndum úr myndbandsupptöku sem fylgja lögregluskýrslu sést fólk á gangi um salinn á ýmsum tímum eftir að talningu atkvæða lauk um klukkan sjö og þar til talning hófst að nýju. Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira
Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira