Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira