Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Snorri Másson skrifar 19. október 2021 21:00 Flestir íslenskir unglingar eru á TikTok, þar sem þeir fá ýmsar hugmyndir að afþreyingu í önn dagsins. Á meðal þeirra er harkalegt dyraat, þar sem sparkað er hressilega í hurðir. Vísir/TikTok Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama: Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama:
Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10
Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20