Lífið

„Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Binni Glee er ein af stjörnunum í Æði.
Binni Glee er ein af stjörnunum í Æði.

Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum.

Í síðasta þætti hitti Binni Glee næringarfræðinginn Rafn Franklín til að ræða við hann um mataræði og hvaða áhrifa ketó hefur haft á Binna sem hefur verið á því mataræði í tvö ár með pásum.

„Mér líður best á ketó og þá kúka ég líka minna. Ég er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó. Þegar ég hætti á ketó fer ég alveg í hina áttina og það er bara út af matarfíkninni. Ég get alveg borðað heila pítsu og svo brauðstangir og borða bara þangað til að mér verður illt í maganum,“ segir Binni.

„Ég held að það sé alveg rétt að sigla svolítið inn og út úr ketó og vera ekki alltaf á ketó. Ég held að það geti verið mjög heilsusamlegt ef maður tekur það í svona syrpum. Keyrir á það kannski í þrjá mánuði, fer síðan kannski aðeins út og aftur inn,“ sagði Rafn Franklín við Binna.

„Ég þarf alveg hjálp við það hvernig ég tækla hlutina þegar ég fer út úr því,“ segir Binni.

„Kannski er lausnin á því að í stað þess að fara alveg ýkt inn í ketó að fara kannski bara hálfa leið. Þá verður fitutapið hægara en kannski auðveldara að viðhalda því. Um leið og þú ert búinn að ná smá tökum á þessu þá verður lífið þitt bara miklu auðveldara. Maturinn verður ekki kvíðavaldandi og samband þitt við mat betra,“ segir Rafn.

„Eru kartöflur óhollar? Eru sætar hollar? Ég hélt að þær væru hollari því þær eru appelsínugular eins og gulrætur,“ sagði Binni við Rafn en svarið var í raun að hvorugt væri óhollt.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Binni Glee og vandræðin í kringum ketó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×