Innlent

Eld­gosið fært af hættu­stigi niður á ó­vissu­stig

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Virkni í gígnum í Geldingadölum hefur legið niðri síðustu fjórar vikur og óróamælingar verið í samræmi við það.
Virkni í gígnum í Geldingadölum hefur legið niðri síðustu fjórar vikur og óróamælingar verið í samræmi við það. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldossins í Geldingadölum af hættustigi og niður í óvissustig. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Virkni í gígnum í Geldingadölum hefur legið niðri undanfarnar fjórar vikur og hafa óróamælingar verið í samræmi við það að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Skjálftavirkni jókst sunnan Keilis í byrjun október en hefur gengið niður síðustu daga. Enn er fylgst vel með svæðinu með tilliti til aukinnar skjálftavirkni, óróa og landbreytinga. Þá má áfram búast við hættu á svæðinu og er fólki ekki ráðlagt að ganga á hraunbreiðunni eða reyna að nálgast gíginn. 

Rétt tæpir sjö mánuðir eru liðnir síðan almannavarnastigið vegna eldgossins var fært niður af neyðarstigi á hættustig en það var gert þann 20. mars síðastliðinn. 


Tengdar fréttir

Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni

Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gos­stöðvunum í Geldinga­dölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. septem­ber. Á­höld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta gos­hléið til þessa.

Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum

Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×