Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2021 14:32 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar kröfu Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tafarlausa uppbyggingu húsnæðis í borginni. vísir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira