Innlent

Vara neytendur „sterklega“ við því að neyta kræklings úr Hvalfirði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
MAST mun láta vita þegar óhætt verður að leggja kræklinginn sér til munns.
MAST mun láta vita þegar óhætt verður að leggja kræklinginn sér til munns.

Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST.

Þar segir að DSP þörungaeitur geti valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni komi fram fljótlega eftir neyslu og líði hjá á nokkrum dögum.

„Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi 22. september s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 1150 mg/kg í kræklinginum og er það yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 mg/kg,“ segir í tilkynningunni á vef MAST.

Neytendur eru sterklega varaðir við því að neyta kræklings úr firðinum eins og er; stofnunin muni áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að leggja sér kræklinginn til munns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×