Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Árni Sæberg skrifar 16. október 2021 17:22 Theódór Skúli Sigurðsson er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Theódór Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, skrifaði skoðanagrein á Vísi í dag þar sem hann fer hörðum orðum um yfirstjórn Landspítalans. Hann segir endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans ekki hafa farið framhjá nokkrum manni síðustu árin og að endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafi engum árangri skilað. Þá segir hann að upplifun Páls Matthíassonar, fyrrverandi forstjóra spítalans, og lýsingar hans af stöðu Landspítalans hafi verið í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Allsherjar uppstokkun sé þörf Theódór Skúli segir að vilji stjórnvöld á Íslandi raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum þurfi allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Óbreytt ástand sé einfaldlega ekki valkostur við núverandi aðstæður. „Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús,“ segir Theódór Skúli. Settur forstjóri hafi borið ábyrgð á Bráðamóttökunni Theódór Skúli segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settan forstjóra Landspítalans hafa borið ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug. Að mati hans er því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans frá henni. Ærandi þögn um framtíð heilbrigðismála Theódór Skúli segir þá þögn sem ríkt hefur um framtíð heilbrigðismála vekja upp ótta um að öll kosningaloforð muni fljótt gleymast. Þá segir hann það vera mjög sérkennilegt hversu skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. „Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili,“ segir hann. Starf forstjóra sé það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu Theódór Skúli segir starf forstjóra Landspítalans vera mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins, á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Hann segir ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot ekki vera við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. „Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira