Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Árni Sæberg skrifar 15. október 2021 18:09 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu. Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira