Innlent

Vilja að ráðuneyti taki meðferð skóla á barni sem var lokað inni til skoðunar

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kvörtun foreldra barnsins til skoðunar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kvörtun foreldra barnsins til skoðunar. Vísir/Vilhelm

Kvörtun hefur borist mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá foreldrum barns sem var lokað eitt inni í herbergi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrarnir hafa ekki sent barnið í skólann frá því í seinni hluta september.

Sagt er frá kvörtuninni í Fréttablaðinu í dag. Foreldrarnir segja að barnið hafi verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ 22. september. Starfsfólk hafi staðið fyrir utan og fylgst með barninu í gegnum rúðu. Móðir barnsins hafi á endanum komið og róað það.

Í önnur skipti hafi barnið verið sett í herbergið ásamt starfsmanni sem er sagt í samræmi við verklagsreglur skólans. Gula herbergið sé notað sem afleiðing fyrir nemendur sem sýna ógnandi hegðun eða beita ofbeldi.

Foreldarnir kvarta undan meðferð skólans á máli barnsins, því sem þeir telja ámælisverðri framkomu starfsmanna skólans í garð barnsins auk aðgerðaleysis skólaskrifstofu í málum barnsins og framkomu starfsmanna sveitarfélagsins í garð foreldranna.

Í kvörtuninni halda foreldrar barnsins því fram að öryggi þess hafi verið ógnað. Barnið hafi glímt við sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsanir um árabil. Uppákoman hafi valdið barninu meiri kvíða og það vantreysti fólki. Barnið hefur ekki mætt aftur í skólann eftir atvikið fyrir utan einn dag þar sem annað foreldrið fylgdi því.

Umboðsmaður Alþingis hefur vistun nemenda í sérstökum rýmum í skólum til skoðunar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.