Innlent

Höfnuðu eiginnafninu Hel og millinafninu Thunderbird

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hel eins og hún birtist í kvikmyndinni Thor: Ragnarök.
Hel eins og hún birtist í kvikmyndinni Thor: Ragnarök. Marvel Studios

Mannanafnanefnd felldi marga úrskurði á fundi sínum 12. október síðastliðinn en þar var eiginnafninu Hel hafnað og sömuleiðis millinöfnunum Thunderbird og Street.

Fjöldi nafna var hins vegar samþykktur; eiginnöfnin Skúa, Rosemarie, Dýrlaug, Hunter, Kateri, Varði, Úrsúley, Ói, Elika, Kristan, Elliott, Kristóbert, Zion, Arne, Kalli og Annarósa og millinafnið Ármúla.

Eiginnafninu Hel var hafnað á þeirri forsendu að samkvæmt Íslenskri orðabók merkti sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. 

„Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

Millinöfnunum Thunderbird og Street var hafnað þar sem þau eru ekki dregin af íslenskum orðstofni og uppfylla þess vegna ekki skilyrði um millinöfn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.