Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 19:01 Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. vísir/sigurjón Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. „Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum." Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
„Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira