Davíð Snorri um leikinn gegn Portúgal: „Þrjú stig er það sem við viljum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. október 2021 07:00 Davíð Snorri þjálfar íslenska U-21 árs landsliðið. Vísir/Sigurjón „Þetta er lið sem er mjög sigursælt í yngri landsliðum, góð hefð fyrir því hjá þeim. Eru með frábæra einstaklinga og hafa byrjað mótið gríðarlega vel,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu, fyrir leik dagsins gegn Portúgal. Ísland er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2023 á meðan Portúgal er á toppi riðilsins með markatöluna 12-0. Liðið vann 11-0 sigur á Liechtenstein síðast og kemur því til Íslands með sjálfstraustið í botni. Leikur dagsins hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þeir eru með mjög beinskeytt lið sem er mjög ógnandi. Við þurfum því að vera 100 prósent á tánum. Ég myndi segja að helstu styrkleikar séu að þeir eru góðir að spila inn í milli-svæðin og þaðan annað hvort að „breika“ á leiðin eða koma boltanum út og fá krossa.“ Það er svona það sem við höfum lesið úr þeirra leikjum og þeir eru mjög „aggressífir“ þegar kemur að því að koma sér inn í boxið og mjög miskunnarlausir (e. ruthless),“ sagði þjálfarinn um styrkleika Portúgals. Klippa: Stefnir á sigur gegn Portúgal „Þeir eru búnir að spila tvo leiki og hafa að okkar mati farið pínu pressulausir í gegnum það svo við þurfum nú að láta hugsa aðeins hraðar og spyrja þá nokkurra spurninga.“ „Ég er mjög ánægður með hópinn og er með alla leikmenn sem ég gat valið úr.“ „Við stefnum á að búa til þannig umhverfi að við verðum klárir með okkar leikplan og getum í rauninni tekið þrjú stig. Svo verðum við að meta hvernig leikurinn er og ef eitt stig er niðurstaðan þá tökum við það. Við setjum leikinn þannig upp að við ætlum að láta þá snúa sér við, hreyfa sig og koma þeim aðeins á óvart. Þrjú stig er það sem við viljum.“ Frá æfingu íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón „Við ætlum að reyna byrja á því að fara aðeins á þá. Það er það sem við reynum að gera í hverjum einasta leik, að finna plan til að stíga hátt og vera ekki negldir við teiginn allan tímann. Vissulega munu koma tímar þar sem við þurfum að vera einbeittir, standa á teignum, gera það vel og bara elska að spila góða vörn,“ sagði Davíð Snorri Jónasson að endingu. Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 14.50. Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Ísland er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2023 á meðan Portúgal er á toppi riðilsins með markatöluna 12-0. Liðið vann 11-0 sigur á Liechtenstein síðast og kemur því til Íslands með sjálfstraustið í botni. Leikur dagsins hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þeir eru með mjög beinskeytt lið sem er mjög ógnandi. Við þurfum því að vera 100 prósent á tánum. Ég myndi segja að helstu styrkleikar séu að þeir eru góðir að spila inn í milli-svæðin og þaðan annað hvort að „breika“ á leiðin eða koma boltanum út og fá krossa.“ Það er svona það sem við höfum lesið úr þeirra leikjum og þeir eru mjög „aggressífir“ þegar kemur að því að koma sér inn í boxið og mjög miskunnarlausir (e. ruthless),“ sagði þjálfarinn um styrkleika Portúgals. Klippa: Stefnir á sigur gegn Portúgal „Þeir eru búnir að spila tvo leiki og hafa að okkar mati farið pínu pressulausir í gegnum það svo við þurfum nú að láta hugsa aðeins hraðar og spyrja þá nokkurra spurninga.“ „Ég er mjög ánægður með hópinn og er með alla leikmenn sem ég gat valið úr.“ „Við stefnum á að búa til þannig umhverfi að við verðum klárir með okkar leikplan og getum í rauninni tekið þrjú stig. Svo verðum við að meta hvernig leikurinn er og ef eitt stig er niðurstaðan þá tökum við það. Við setjum leikinn þannig upp að við ætlum að láta þá snúa sér við, hreyfa sig og koma þeim aðeins á óvart. Þrjú stig er það sem við viljum.“ Frá æfingu íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón „Við ætlum að reyna byrja á því að fara aðeins á þá. Það er það sem við reynum að gera í hverjum einasta leik, að finna plan til að stíga hátt og vera ekki negldir við teiginn allan tímann. Vissulega munu koma tímar þar sem við þurfum að vera einbeittir, standa á teignum, gera það vel og bara elska að spila góða vörn,“ sagði Davíð Snorri Jónasson að endingu. Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 14.50.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira