Lífið

Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljós­­móðir“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
„Þetta var það erfiðasta og ógeðslegasta en samt á sama tíma það fallegasta sem ég hef gert í lífinu,“ sagði raunveruleikastjarnan Binni Glee um þá lífsreynslu að taka á móti lambi.
„Þetta var það erfiðasta og ógeðslegasta en samt á sama tíma það fallegasta sem ég hef gert í lífinu,“ sagði raunveruleikastjarnan Binni Glee um þá lífsreynslu að taka á móti lambi. Æði

Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf.

„Ég mætti auðvitað í sveitina í ógeðslega stuttum magabol. Ég var eins og Solla Stirða x Paris Hilton going to the country side og ég var hot,“ segir Patti.

Við komuna í sveitina tók á móti þeim hópur af geitum og veltu þeir því fyrir sér hvar steingeitin væri. Því næst tók við sauðburður þar sem Binni Glee fékk það verkefni að taka á móti lambi.

„Er ég að fara inn? Nei, nei, nei, ég get það ekki,“ segir Binni sem kvaðst vera of hommalegur fyrir sveitina.

Binni stóð sig þó eins og hetja og kom lambinu í heiminn heilu og höldnu.

„Mér leið eins og ég væri ljósmóðir þegar ég tók á móti þessu lambi. Ég var í sjokki,“ segir Binni og bætir því við að þetta væri það erfiðasta og ógeðslegasta en á sama tíma það fallegasta sem hann hefði gert í lífinu.

„Pælið í því hvað lambið er heppið að Binni Glee er ljósmóðirin. En greyið kindin! Hún er örugglega traumatized og með kvíða eftir öskrin í Binna,“ segir Patti.

Hér að neðan má sjá hetjulega frammistöðu Binna Glee.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.