Innlent

Líst ekkert sérlega vel á að kjósa aftur

Snorri Másson skrifar
Árni Stefán Guðnason vill ekki kjósa aftur.
Árni Stefán Guðnason vill ekki kjósa aftur. Stöð 2

Fólk er almennt ekki sérlega spennt fyrir uppkosningu þrátt fyrir annmarka á talningu í Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdin þar hefur laskað traust almennings á kosningum ef marka má viðmælendur fréttastofu.

Tæpur fjórðungur landsmanna vantreystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga ef marka má könnun Maskínu sem sagt var frá í gær. Af um 1.000 svarendum kváðust 61,3 prósent treysta niðurstöðunum fremur eða mjög vel en aðeins 6,9 prósent höfðu mjög miklar efasemdir um kosningarnar. 

Helena Gylfadóttir háskólanemi vill kjósa aftur.Stöð 2

Langmest mælist traustið hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, en tæp 95 prósent þeirra treysta kosningum fremur eða mjög vel.

Almenningur svaraði á ýmsa lund þegar fréttastofa fór á stúfana og spurði fólk á förnum vegi þessarar einföldu spurningar: Treystir þú niðurstöðum nýafstaðinna alþingiskosninga?

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvað fólk hafði um málið að segja: 


Tengdar fréttir

Átta hafa kært framkvæmd talningar

Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×