Innlent

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í gærkvöld og í nótt.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í gærkvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. 

Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. 

Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. 

Unglingar beindu lazer að ökumönnum

Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. 

 Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. 

Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.