Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:25 Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í gærkvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira