Innlent

Elín Hirst snýr aftur í frétta­mennsku

Þorgils Jónsson skrifar
Elín Hirst hefur hafi störf hjá Torgi sem rekur meðal annars Fréttablaðið og Hringbraut.
Elín Hirst hefur hafi störf hjá Torgi sem rekur meðal annars Fréttablaðið og Hringbraut.

Fjölmiðlakonan Elín Hirst hefur snúið aftur í fréttamennsku eftir nokkurra ára fjarveru, en hún hóf fyrir skömmu störf hjá Torgi ehf. sem rekur Frétta­blaðið, DV og Hring­braut.

Frá þessu segir á vef Fréttablaðsins.

Elín hefur starfað í fjölmiðlum, við fréttir og dagskrárgerð, með hléum frá árinu 1984, meðal annars sem fréttastjóri hjá Stöð 2 og Bylgjunni sem og hjá fréttastofu Sjónvarpsins.

Hún hefur einnig skrifað bækur og sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013 til 2016, en undan­farin fjögur ár hefur hún unnið við fram­leiðslu sjón­varps­efnis hjá Sagafilm.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.