Innlent

Hættustigi aflétt í Útkinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um helgina.
Fjölmargar aurskriður féllu í Útkinn um helgina. Landhelgisgæsla Íslands

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Óvissustig er þó enn í gildi þar sem hreinsunarstarfi eftir mikið skriðufall á svæðinu er ekki lokið auk þess sem að vegurinn um svæðið er viðkvæmur.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að ofanflóðavakt Veðurstofunnar telju ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu í Útkinn. Góð veðurspá sé næstu daga.

Vegurinn um svæðið hefur verið opnaður fyrir almenna umferð en eru vegfarendur hvattir til að fara varlega, vegna viðkvæms ástands vegarins.


Tengdar fréttir

Aflétta rýmingu í Útkinn

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig

Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×