Innlent

Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Níu hús hafa verið rýmd á Seyðisfirði í gær skriðuhættunnar.
Níu hús hafa verið rýmd á Seyðisfirði í gær skriðuhættunnar. Veðurstofan

Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa.

Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu frá desember 2020. Unnið er að greiningu gagna um nákvæmar færslur í kjölfar rigninga í gær. Þær ættu að liggja fyrir síðar í dag. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Töluverð rigning var á svæðinu í gær sem stytti upp um klukkan níu, Ekki er gert ráð fyrir rigningu í dag en lítilsháttar úrkomu á morgun, laugardag. Vel er fylgst með öllum mælum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar.

Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu, vegna skriðuhættunnar.

Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.

Herðubreið verður opin klukkustund lengur í dag en aðra daga, eða frá klukkan 14 til 17. Klukkan 16 verður haldin fjarfundur í Herðubreið þar sem fulltrúar Veðurstofu munu mæta til framsögu og svara spurningum. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.


Tengdar fréttir

Enn hreyfing á flekanum við Búðar­á

Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi.

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Óvissan það allra erfiðasta

Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.