Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 20:31 Borgarstjóri segir hægt að hefja byggingu þrjú þúsund íbúða í Reykjavík nú þegar. Vaxtalækkanir á síðasta ári hafi skapað spennuna sem nú ríki á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira