Innlent

Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans voru í eldstöðvakerfi Ljósufjalla.
Upptök skjálftans voru í eldstöðvakerfi Ljósufjalla. Vedur.is

Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár.

Í færslu hjá Eldfjalla- og náttúruváhópi Suðurlands segir að skjálftinn hafi mælst um fimm kílómetra vestur af Langavatni á Mýrum og hann sé til marks um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Eins og áður segir eru skjálftar ársins innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla. Á Vísindavefnum segir að Ljósufjallareinin teygi sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði í austri.

Eldfjalla- og náttúruváhópurinn segir forsögulega gíga finnast í grennd við uppruna skjálftanna í Hítárdal og Hraundal. Nokkur hraun hafi runnið þar fyrir ekki svo löngu.

„Skjálftavirknin nú er óvenjuleg að vissu marki, enda jarðskjálftar afar fátíðir í eldstöðvakerfum Snæfellsness.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×