Innlent

Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bogi Nils Bogason og Guðmundur Daði Rúnarsson.
Bogi Nils Bogason og Guðmundur Daði Rúnarsson.

„Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“

Þetta segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, um nýja spá Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem gerir ráð fyrir að farþegaflug innan Evrópu muni aukast um 75 prósent á næsta ári og flug á milli Evrópu og Norður-Ameríku um 65 prósent.

Er þá verið að miða við aukningu frá 2019.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að aukið flækjustig á landamærunum, það er að segja hvað varðar sóttvarnaraðgerðir, hafi neikvæð áhrif.

„Það er ágætis eftirspurn eftir ferðum hingað núna en ef það verður þannig fram á næsta ár að það verði flóknara og dýrara að koma hingað en annað, þá hefur það áhrif á samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands,“ segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×