Innlent

Engin skýr merki um kviku við Keili

Kjartan Kjartansson skrifar
Sentinel-1 mynd af svæðinu í kringum Keili og breytingar frá 23. september til 5. október 2021. Engar breytingar á jarðskorpunni koma fram.
Sentinel-1 mynd af svæðinu í kringum Keili og breytingar frá 23. september til 5. október 2021. Engar breytingar á jarðskorpunni koma fram. Veðurstofa Íslands

Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.

Jarðskjálftahrina hófst við Keili í síðasta mánuði. Veðurstofa Íslands birti mynd gervitunglsins Sentinel-1 af svæðinu sem sýnir breytingar sem hafa orðið þar frá 23. september til 5. október. Engin merki sjást um breytingar á jarðskorpunni á slóðum hrinunnar.

Líkön Veðurstofunnar sem byggja á jarðskjálfta- og landmælingagögnum gefa til kynna að ef kvikan safnast nú fyrir á svæðinu sé hún ekki í miklu magni og á talsverðu dýpi, enn meira en fyrir eldgosið í Geldingahrauni í mars.

Safnist kvikan fyrir á meira en fimm kílómetra dýpi kæmi það ekki fram á gervitunglamyndum fyrr en töluvert meira magn hefði safnast fyrir. Jarðskjálftavirknin hefur að megninu verið á enn meira dýpi en það, að því er segir í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×