Innlent

Hoppu­kastala­slysið enn til rann­sóknar þremur mánuðum eftir slysið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí í sumar.
Frá vettvangi hoppukastalaslyssins á Akureyri 1. júlí í sumar. Vísir/Lillý

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft.

Í sumar var hoppukastali settur upp við Skautahöllina á Akureyri. Um miðjan dag þann 1. júlí voru tugir barna í kastalanum að skemmta sér þegar hann tókst á loft. Mikil skelfing greip um sig meðal barnanna og foreldra þeirra þegar slysið varð. 

Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt barn með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Barnið var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans.

Nú rúmum þremur mánuðum eftir slysið er rannsókn enn ekki lokið á því hvað fór úrskeiðis þegar kastalinn tókst á loft. 

Arnfríður Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að málið sé enn í rannsókn. Lögreglan vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið eða gang rannsóknarinnar.


Tengdar fréttir

Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss

Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.